Erlent

Stjórnvöld á Srí Lanka ekki til viðræðna

Stjórnvöld á Srí Lanka neita því að hafa samþykkt í gær að taka skilyrðislaust þátt í friðarviðræðum við uppreisnarmenn Tamíltígra í landinu.

Fulltrúi Japans í friðarferlinu tilkynnti þetta eftir fund um deiluna sem haldinn var í Brussel í gær. Í yfirlýsingu segja fulltrúar stjórnvalda að ráðamenn á Srí Lanka hafi ekki samþykkt að taka þátt í slíkum viðræðum og þeir hafi ekki verið hafðir með í ráðum í gær.

Tamíltígrarnir drógu sig út úr friðarviðræðum í apríl á þessu ári og til átaka kom milli fylkinganna í júlí og hafa þau kostað fjölmörg mannslíf. Vopnahlé hefur verið í gildi í landinu síðan árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×