Erlent

Felldu þrjá árásarmenn í Damascus

Sýrlenskar öryggissveitir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem sprengdu bíl í loft upp fyrir utan bandaríska sendiráðið í Damascus í Sýrlandi í morgun. Innanríkisráðherra Sýrlands segir fjórða árásarmanninn hafa særst í átökum en ekki fallið eins og ranglega hafi verið hermt.

Minnst tveir sýrlenskir öryggisverðir féllu í átökum við árásarmennina. Engan bandarískan starfsmann í sendiráðinu sakaði. Þykkan reyk mátt sjá leggja frá sendiráðinu snemma í morgun og síðan bárust fréttir af því að árás mannanna inn í sendiráðið hefði verið hrundið.

Fyrr í morgun var greint frá því að árásarmönnunum hefði ekki tekist að sprengja bílsprengju fyrir utan sendiráðið en það reyndist rangt.

AP
AP
AP
AP
AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×