Erlent

Atlantis tengd við geimstöðina

Geimferjan Atlantis tengdist alþjóðlegu geimstöðinni í gær. Ferjunni var skotið á loft frá Flórída í Bandaríkjunum um liðna helgi. Verkefni geimfara þar um borð verður að byggja við stöðina en ekki hefur verið bætt við hana í þrjú og hálft ár.

Framkvæmdum við geimstöðina var frestað eftir að geimferjan Kólumbía fórst árið 2003. Fulltrúar bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, áætla að geimstöðin verið fullbyggð árið 2010 en til þess þurfi 14 geimferðir til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×