Erlent

Samkomulag um myndun þjóðstjórnar

MYND/AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir samkomulag hafa tekist við Hamas-samtökin um skipan eins konar þjóðstjórnar Palestínumanna. Fulltrúar Hamas hafa staðfest þetta en ekki er vitað með vissu hvað felst í samkomulaginu utan þess að fulltrúar bæði Hamas og Fatah-fylkingar forsetans munu eiga sæti í heimastjórninni. Palestínumenn binda vonir við það að skipan þjóðstjórnar verði til þess að fjárveitingar til heimastjórnarinnar hefjist á ný og refsiaðgerðum hætt. Formlega verður tilkynnt um skipan stjórnarinnar síðar í vikunni. Viðræður milli forsetans og Ismails Haniyes, forsætisráðherra, hafa staðið síðustu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×