Erlent

Blair kominn til Líbanons

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun til Líbanons. Þar átti hann fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons. Þingforseti landsins, sem er náinn bandamaður Hizbollah, átti að funda með Blair, en fór frá Beirút skömmu áður, að því er virðist til að snupra Blair.

Æðsti klerkur sjía í Líbanon sakaði Blair um að hafa stutt loftárásir Ísraela þar sem hann hafi ekki gert kröfum um tafarlaust vopnahlé líkt og Bandaríkjamenn. Mörghundruð líbanskir her- og lögreglumenn lokuðu af miðbæ Beirút til að tryggja öryggi forsætisráðherranna tveggja þegar þeir komu til fundarins í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×