Erlent

Vonir um skipan samsteypustjórnar

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, tilkynnti í morgun að hann gerði sér vonir um að innan skamms yrði hægt yrði að mynda samsteypustjórn. Sú stjórn yrði skipuð bæði Hamas-liðum og fulltrúum Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna.

Forsetinn og forsætisráðherrann ræddust við á fundi í Gaza-borg í gærkvöldi. Haniyeh sagði félaga sína í Hamas vilja að hann leiddi stjórnina. Palestínumenn binda vonir við að skipan slíkrar stjórnar yrði til að vesturveldin létu af refsiaðgerðum sínum og veittu fjárstuðning án ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×