Erlent

Leita námamanna á Austur-Indlandi

Björgunarmenn leita nú fimmtíu og þriggja námamanna sem sitja fasti í kolanámu á Austur-Indlandi. Sprenging varð í göngunum og óttast er að mennirnir hafi allir týnt lífi. Mennirnir eru grafnir um tvö hundruð metra niðri í jörðinni og litlar líkur sagðar á því að þeir finnist lifandi. Að sögn björgunarmanna á vettvangi mun metangas hafa byrjað að seitla til þeirra eftir sprenginguna. Björgunarmenn hafa þó reynt hvað þeir geta til að tryggja mönnunum súrefni þar sem þeir sitja fastir. Þrír námamenn sluppu úr námunni eftir sprenginguna en eru illa brunnir. Eldar, sprengingar og flóð eru tíð í námum á Indlandi þar sem mörg hundruð námamenn týna lífi á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×