Erlent

Mikið um HIV smit hjá ungum körlum í Danmörku

Mynd/Pjetur

Fjöldi ungra manna sem hafa smitast af hiv er einn sá mesti í Danmörku síðan árið 1994. Politiken greinir frá því að um sé að ræða karlmenn undir 30 ára aldri sem hafi smitast af veirunni eftir kynmök með öðrum karlmanni. Karlmenn í þessum hópi voru 25% nýsmitaðra á síðasta ári en þá var tilkynnt um rúmlega 260 ný tilfelli, og þar af voru karlmenn um 190 og konur um 70 talsins. Landssamtök homma og lesbía í Danmörku hafa nú hafið auglýsingaherferð um miklivægi smokksins til reyna að hafa áhrif á þróunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×