Erlent

Fjórir létust í sprengjutilræði í Líbanon

Fjórir létust þegar vegsprengja sprakk nærri bifreið eins af yfirmönnum líbönsku leyniþjónustunnar í smábænum Remeile í Suður-Líbanon í morgun. Mennirnir sem létust voru allir lífverðir yfirmannsins sem heitir Samir Shehadeh, en hann særðist í tilræðinu ásamt þremur öðrum. Shehadeh hefur gengt lykilhlutverki í rannsókninni á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem veginn var í febrúar í fyrra. Ekki er ljóst hvort árásin tengist hlutverki hans þar, en enginn hefur lýst ábyrgð á tilræðinu í morgun á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×