Erlent

Grass kynnir æviminningar sínar

Gunther Grass í Berlín í gær.
Gunther Grass í Berlín í gær. MYND/AP

Þýski Nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum, Gunther Grass, kynnti nýjustu bók sína, sem eru æviminningar höfundarins, í Berlín í gær. Í bókinni greinir Grass meðal annars frá því að hann hafi starfað tilneyddur innan SS-sveita nazista síðustu mánuði síðari heimsstyrjaldar, þá 17 ára gamall, en hann sagði frá því í fyrsta sinn í blaðaviðtali á dögunum. Sú uppljóstrun olli miklu fjaðrafoki í Þýskalandi og víðar, og gengu sumir svo langt að krefjast þess að Grass skilaði Nóbelsverðlaununum sem hann fékk árið 1999. Búast má við að bókin eigi eftir að seljast vel, ekki síst vegna frásagnarinnar af mánuðunum sem Grass starfaði fyrir Nazistaflokk Hitlers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×