Innlent

Annan í Katar

MYND/AP

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í gær til Katar til viðræðna við yfirvöld þar í landi, og fyrst og fremst til að ræða átök Ísraelsmanna og Hizbollah-samtakanna.

Annan átti meðal annars fund með emírnum af Katar, sjeik Hamad Bin Khalifa Al-Thani. Katar er fimmta landið sem Annan heimsækir á ferð sinni um Miðausturlönd en hann átti fund með Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, í gærmorgun. Að honum loknum var greint frá því að Íranar séu reiðubúnir til að semja um kjarnorkumál en að þeir muni ekki hætta við auðgun úrans áður en samningaviðræður hefjast. Að lokinni dvöl sinni í Katar mun Kofi Annan heimsækja Sádi-Arabíu, Egyptaland og Tyrkland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×