Erlent

Næst æðsti leiðtogi Al-Kaída í Íran handtekinn

Íraskur embættismaður sagði í morgun að næst æðsti leiðtogi Al Kaída samtakanna í Írak hefði verið handtekinn. Maðurinn heitir Hamed Juma Faris Al-Suaidi. Írakar segja að hann sé næst æðstur núverandi leiðtoga samtakanna í Írak, Abu Ayub Al-Masri, sem tók við af Al-Zarkaví, sem Bandaríkjamenn felldu í júní. Embættismaðurinn sem sagði frá handtöku Suaidis í dag sagði að hann bæri meðal annars ábyrgð á sprengjuárás á guðshús sjía-múslima í Samarra í febrúar, sem markaði upphaf að mikilli hrinu átaka milli sjía- og súnní-múslima í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×