Erlent

Söfnun fyrir Líbanon gekk vonum framar

Jan Eliasson, utanríkisráðherra Svía, var meðal þeirra sem lagði orð í belg á ráðstefnunni.
Jan Eliasson, utanríkisráðherra Svía, var meðal þeirra sem lagði orð í belg á ráðstefnunni. Mynd/AP
Söfnunarráðstefna fyrir Líbanon gekk það vel í Stokkhólmi í gær að fulltrúar 48 ríkja og fjölmargra hjálparstofnana ákváðu að endurtaka leikinn og safna fyrir uppbyggingu í Palestínu. Í gærmorgun var markmiðið að safna röskum 35 milljörðum íslenskra króna en í lok dagsins var tilkynnt að tæplega tvöföld sú upphæð hefði safnast um daginn. Um það bil fimmtíu fulltrúar ríkisstjórna og hjálparstofnana munu því funda annan daginn í röð í Stokkhólmi og ræða fjárframlög til Palestínumanna og er vonast til að náist að safna tæpum tuttugu og tveimur milljörðum íslenskra króna fyrir Palestínumenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×