Erlent

Fögnuðu eins árs afmæli risapöndu

Afmælisgestir hvaðanæva að úr heiminum söfnuðust saman í Chengdu í Kína í dag. Afmælisbarnið er þó ekki nema eins árs.

Þó að risapandan Jingjing sé ung að árum, þá fær afmælisveislan hans töluverða athygli pönduvina því að tegundin er í einna mestri útrýmingarhættu allra dýra.

Aðeins um 1590 risapöndur lifa villtar í heiminum en vísindamenn reyna að stuðla að viðgangi tegundarinnar. Jingjing er fæddur í pöndurannsóknastöðinni í Changdu og nefndur í höfuðið á lukkudýri Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Peking árið 2008.

Afmælisveisla Jingjings var haldin í rannsóknarstöðinni og sungu starfsfólk og aðrir pönduvinir fyrir Jingjing sem síðan fékk ístertu með hunangi og bambuslaufum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×