Erlent

Segja stjórnarherinn hafa myrt hjálparstarfsmenn

Sjöunda ágúst voru fimmtán starfsmenn frönsku hjálparsamtakanna Action Against Hunger fundnir myrtir í höfuðstöðvum samtakanna í bænum Muttur í norð-austur hluta landsins. Tveir starfsfélagar þeirra fundust svo myrtir í bíl skammt frá degi síðar. Ekki var víst á þeim tíma hvort stjórnarherinn eða uppreisnarmenn Tamíltígra hefðu staðið að baki morðunum.

Norræna vopnahléseftirlitið sendi síðan í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem stjórnarhernum er kennt um morðin.

Stjórnvöld hafa neitað því að hafa átt þátt í morðunum og heitið ítarlegri rannsókn.

Norræna eftirlitið hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að árás Tamíltígra á rútu sem varð nærri sjötíu að bana í júní hafi brotið gegn því vopnahlé sem sé í gildi. Stjórnvöldum er einnig kennt um röð svipaðara árása á svæðum uppreisnarmanna frá því í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×