Erlent

Annan kominn til Suður-Líbanon

Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, í fylgd friðargæsluliða í borginni Naqour í Suður-Líbanon í morgun.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, í fylgd friðargæsluliða í borginni Naqour í Suður-Líbanon í morgun. MYND/AP

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti friðargæsluliða í Suður-Líbanon í morgun. Ítalir og Tyrkir fluttu þangað liðsmenn sína í gær en þeir verða hluti aðlþjóðlegs gæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Annan og fylgdarlið hans fóru frá Beirút snemma í morgun og fór með þyrlu til Naqour sem er um fjóra kílómetra norður af landamærunum að Ísrael. Þar eru höfuðstöðvar gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna, UNIFIL.

Annan hóf 11 daga ferð sína um Mið-Austurlönd í gær þegar hann kom til fundar við ráðamenn í Beirút. Hann mun síðan fara til Ísraels, Írans og Sýrlands. Annan lagði í gær áherslu á það að Hizbollah-skæruliðar létu þegar lausa tvo ísraelska hermenn sem rænt var í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×