Erlent

Rannsókn á notkun klasasprengja

Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort Ísraelar hafi sprengt klasasprengjur í íbúðarhverfum í Líbanon meðan á átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða stóð þar fyrr í þessum mánuði.

Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja slíkar sprengjur liggja sem hráviði í rústum húsa, görðum og á götum úti í Suður-Líbanon.

Sprengjurnar eru þannig gerðar að þegar þær springa dreifa þær fleiri minni sprengjum yfir nærliggjandi svæði. Þeim er ætlað að nota í baráttu við hermenn í návígi.

Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, segir Ísraelsher aðeins nota vopn sem alþjóðalög leyfi notkun á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×