Erlent

Plútó hefur verið sviptur plánetutitlinum

Hnötturinn Plútó hefur verið skilgreindur sem reikistjarna í stjötíu og sex ár, eða frá því hann var fyrst uppgötvaður árið 1930. Síðan þá hefur verið litið á Plútó sem níundu og ystu reikistjörnu sólkerfis okkar. Á ráðstefnu stjörnufræðinga, sem haldin var í Prag í Tékklandi, í dag var þó tekin ákvörðun um að svipta Plútó þessum titli og verður hann ekki nefndur sem slíkur í skólabókum aftur.

Í mörg ár hefur verið deilt um stöðu hans þar sem hann er mun minn en hinar reikistjörnurnar átta auk annarra hnatta sem uppgötvaðir hafa verið á seinni árum. Ákvörðunin þykir því ekki koma mjög á óvart.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×