Erlent

Brýnt að aðildarríki SÞ leggi til friðargæslu

Tzipi Livni utanríksráðherra Ísraels ásamt Terje Roed-Larsen
Tzipi Livni utanríksráðherra Ísraels ásamt Terje Roed-Larsen MYND/AP

Terje Roed-Larson, sendierindreki Sameinuðu þjóðanna, varar við því að friðurinn milli Ísraels og Líbanons verði afar brothættur næstu tvo til þrjá mánuðina. Hann segir afar brýnt að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna taki sig saman í andlitinu og leggi til friðargæsluliðsins sem erfiðlega hefur gengið að manna.

Ítalir hafa kallað eftir fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins sem haldinn verður á föstudaginn. Ítalir buðust til þess fyrr í vikunni að leiða friðargæsluliðið, hlutverk sem upphaflega var búist við að Frakkar myndu gegna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×