Erlent

60 börn létu lifið á Sri Lanka

Uppreisnarmenn Tamíl-Tígra á Srí Lanka saka stjórnarherinn um fjöldamorð á börnum í árás á munaðarleysingjahæli í gær. Allt bendir til að vopnahlé milli Tamíl-Tígranna og Stjórnarhersins, sem tók gildi fyrir fjórum árum, sé farið út um þúfur.

Talið er að sextíu og ein skólastúlka hafi látið lífið og hundrað og fimmtíu særst í áras stjórnarhersins á munaðarleysingjaheimili í Sri Lanka í gær. Atvikið gerðist í héraði þar sem tígrarnir ráða lögum og lofum. Stjórnarherinn neitar því að hafa staðið á bakvið árásina og segjast aðeins hafa varpað sprengjum á æfingastöð Tamíl tígranna.

Nokkrum klukkustundum síðar fórust sjö og sautján særðust í spengjuárás á pakistanska stjórnarerindrekar í höfuðborginni Colombo.


Átök stjórnarhersins og tígranna hafa harnað til muna síðustu vikurnar.

Vopnahlé er þar í gildi og hafa norrænir eftirlitsmenn reynt að gæta að því sé framfylgt. Talið er að vopnahléið standi mjög veikum fótum vegna átaka undanfarna daga. Danir, Finnar og Norðmenn hverfa frá Sri Lanka um mánaðrmótin að kröfu tígranna. Eftir eru Íslendingar og Norðmenn og óráðið hvort fjölgað verði í þeirra hópi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×