Sport

Gilbert Arenas fer ekki á HM

Gilbert Arenas hefur áður verið í vandræðum með nárameiðsli og missir nú af HM með liði Bandaríkjanna
Gilbert Arenas hefur áður verið í vandræðum með nárameiðsli og missir nú af HM með liði Bandaríkjanna NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn bandaríska landsliðsins í körfubolta tilkynntu í dag að bakvörðurinn Gilbert Arenas frá Washington Wizards muni ekki spila með liðinu á HM í Japan sem hefst 19. ágúst nk, eftir að hann tognaði á nára á æfingu í morgun.

Þrettán leikmenn eru nú eftir í bandaríska hópnum og þarf einn þeirra að taka pokann sinn fljótlega þar sem liðið sendir aðeins tólf manna hóp á mótið. Bandaríkjamenn hafa spilað fjóra æfingaleiki fyrir HM og hafa unnið þá alla, en spilamennska liðsins hefur þótt upp og ofan.

Liðið skipa í dag þeir Carmelo Anthony, Shane Battier, Dwyane Wade, Bruce Bowen, LeBron James, Brad Miller, Elton Brand, Kirk Hinrich, Chris Paul, Chris Bosh, Dwight Howard, Antawn Jamison, Joe Johnson og Dwight Howard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×