Erlent

Tafir á breskum flugvöllum

Flugfélögin segja að fyrirtækið sem rekur flugvellina - BAA - hafi ekki fjárfest nægilega í öryggisbúnaði og því einkenni hægagangur og tafir alla starfsemi flughafna. British Airways segist hafa þurft að aflýsa fjórðungi flugferða til útlanda frá Heathrow. Eftir að upp komst um fyrirætlanir hryðjuverkamanna að smygla sprengjum í vökvaformi um borð í flugvélar á leið til Bandaríkjanna hefur öryggisgæsla á flugvöllum í Bretlandi verið stórefld. Forstjóri BAA segir að öryggiseftirlit taki nú fjórum sinnum meiri tíma en áður. Heathrow, sem er annasamasti flugvöllur í heimi, Það valdi því að biðraðir lengist og hljóti að leiða til þess að flugi seinki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×