Erlent

Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Evrópu ganga til baka

Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í gær, vegna hryðjuverkaógnar sem steðjaði að Bretlandi og Bandaríkjun, hafa nú þegar gengið nokkuð til baka. Fram kemur á vef Glitnis að British Airways sem lækkaði um rúmlega 5%, hækkaði aftur í morgun um 1% og olía sem lækkaði um 2 dollara á tunnuna hefur hækkað aftur um 50 cent. FTSEurofirst 300 vísitalan, sem inniheldur stærstu fyrirtækin á hlutabréfamarkaði í Evrópu, lækkaði um 0,8% í gær en hefur nú þegar hækkað aftur um 0,24%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×