Erlent

Beðið eftir ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna

Bandaríkjamenn binda vonir við að fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna geti í dag greitt atkvæði um nýja ályktun um vopnahlé milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Deilt er um orðalag og tímasetningar við liðsflutninga til og frá suðurhluta landsins. Loftárásir Ísraela á Líbanon hafa haldið áfram í nótt og ellefu Líbanar sagðir hafa fallið í norðurhluta landsins. Sendifulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum hefur lagt til að vopnahlé verði gert í þrjá sólahringa svo hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Líbanon takist ekki að semja um orðalag nýrrar ályktunar í Öryggisráðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×