Erlent

Ætluðu að granda 10 flugvélum

Hryðjuverkamennirnir sem bresk yfirvöld stöðvuðu í dag, höfðu ráðgert að granda 10 flugvélum sem áttu að fljúga frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Frá þessu greindi bandaríska leyniþjónustan fyrr í kvöld.Samkvæmt áætlun hryðjuverkamannanna áttu sjálfsmorðsárásir að eiga sér stað samtímis í flugvélunum á flugi frá London til Bandaríkjanna. Leyniþjónustan segir jafnframt að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað sér að halda æfingu á morgun eða Laugardag og svo átti að láta til skarar skríða á allra næstu dögum.

Nokkuð er síðan breskar leyniþjónustustofnanir komust á snoðir um að öfgamenn legðu á ráðin um hermdarverk í flugvélum á leið yfir Atlantshafið. Þegar ljóst var að þeir væru komnir á fremsta hlunn með áform sín var ákveðið að láta til skarar skríða og voru mennirnir handteknir í nágrenni Lundúna og Birmingham. Bresk stjórnvöld telja sig hafa náð að koma höndum yfir forsprakka tilræðismennina en ekki er útilokað að einhverjir þeirra gangi enn lausir og því verður hæsta viðbúnaðarstig í gildi í Bretlandi enn um sinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×