Koma í veg fyrir að lífum sé bjargað 10. ágúst 2006 17:55 Yfirmaður Neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna segir Ísrelum og skæruliðum Hizbollah í lófa lagið að aðstoða hjálparsamtök við að koma hjálpargögnum til nauðstaddara í Suður Líbanon. Það geri þeir hins vegar ekki og komi þar með í veg fyrir að lífi fólks verði bjargað Ekkert lát er á loftárásum og bardögum í Suður-Líbanon. Enn rignir flugskeytum á ísraelsk landsvæði. Fjölmargir hafa fallið en þeir sem hafa lifað árásir af liggja særðir á sjúkrahúsum. Ísraelskir hermenn halda sem leið liggur inn í Líbanon og hafa lagt undir þrjú þorp í suðurhluta landsins á tæpum sólahring. Hart er þó enn barist þar. Ísraelsher hefur hent dreifimiðum yfir suður hluta Beirút þar sem íbúar í þremur hverjum þar eru hvattir til að hverfa á braut hið fyrsta. Hizbollah-skæruliðar hafa á sama tíma skotið rúmlega sjötíu flugskeytum á ísraelsk landsvæði það sem af er degi. Jan Egeland, yfirmaður Neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Suður-Líbanon hörumlegt og til skammar. Þar séu sjúrakhús yfirfull og hjálparsamtök eigi í erfiðleikum með að koma helstu nauðsynjum til þeirra sem þar eigi um sárt að binda. Hann segir Ísraelum og skæruliðum Hizbollah í lófa lagið að hleypa hjálpargögnum þangað sem þeirra sé þörf. Hermenn og skæruliðar séu einfaldlega að koma í veg fyrir að lífi fólks verði bjargað. Fulltrúar Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna taka í sama streng. Birgðir hefðu komið til hafnarborgarinnar Sidon í gær en Ísraelsher hefði ekki veitt leyfi til að flytja þær til Nabatiyeh. Fulltrúar Lækna án landamæra segja stutt í að sjúkrahús í Suður-Líbanon verði uppiskroppa með mat og lyf. Öryggisráð ísraelska þingsins samþykkti í gær að heimila Ísraelsher að sækja lengra inn í Líbanon en þær áætlanir verða lagðar á hilluna á meðan deilt er um orðalag ályktunar sem leggja á fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Líbanar krefjast þess að Ísraelsher hverfi þegar frá Líbanon en óvíst er hvort það fæst í endanlegan texta þeirra ályktunar sem fulltrúar í ráðinu greiða atkvæði um. Einnig er alls ekki ljóst hvenær greidd verða atkvæði um hana. Erlent Fréttir Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollum á Mexíkó Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Sjá meira
Yfirmaður Neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna segir Ísrelum og skæruliðum Hizbollah í lófa lagið að aðstoða hjálparsamtök við að koma hjálpargögnum til nauðstaddara í Suður Líbanon. Það geri þeir hins vegar ekki og komi þar með í veg fyrir að lífi fólks verði bjargað Ekkert lát er á loftárásum og bardögum í Suður-Líbanon. Enn rignir flugskeytum á ísraelsk landsvæði. Fjölmargir hafa fallið en þeir sem hafa lifað árásir af liggja særðir á sjúkrahúsum. Ísraelskir hermenn halda sem leið liggur inn í Líbanon og hafa lagt undir þrjú þorp í suðurhluta landsins á tæpum sólahring. Hart er þó enn barist þar. Ísraelsher hefur hent dreifimiðum yfir suður hluta Beirút þar sem íbúar í þremur hverjum þar eru hvattir til að hverfa á braut hið fyrsta. Hizbollah-skæruliðar hafa á sama tíma skotið rúmlega sjötíu flugskeytum á ísraelsk landsvæði það sem af er degi. Jan Egeland, yfirmaður Neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Suður-Líbanon hörumlegt og til skammar. Þar séu sjúrakhús yfirfull og hjálparsamtök eigi í erfiðleikum með að koma helstu nauðsynjum til þeirra sem þar eigi um sárt að binda. Hann segir Ísraelum og skæruliðum Hizbollah í lófa lagið að hleypa hjálpargögnum þangað sem þeirra sé þörf. Hermenn og skæruliðar séu einfaldlega að koma í veg fyrir að lífi fólks verði bjargað. Fulltrúar Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna taka í sama streng. Birgðir hefðu komið til hafnarborgarinnar Sidon í gær en Ísraelsher hefði ekki veitt leyfi til að flytja þær til Nabatiyeh. Fulltrúar Lækna án landamæra segja stutt í að sjúkrahús í Suður-Líbanon verði uppiskroppa með mat og lyf. Öryggisráð ísraelska þingsins samþykkti í gær að heimila Ísraelsher að sækja lengra inn í Líbanon en þær áætlanir verða lagðar á hilluna á meðan deilt er um orðalag ályktunar sem leggja á fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Líbanar krefjast þess að Ísraelsher hverfi þegar frá Líbanon en óvíst er hvort það fæst í endanlegan texta þeirra ályktunar sem fulltrúar í ráðinu greiða atkvæði um. Einnig er alls ekki ljóst hvenær greidd verða atkvæði um hana.
Erlent Fréttir Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollum á Mexíkó Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Sjá meira