Erlent

Ísraelar flýja norðurhluta landsins

Íbúar í bænum Fasuta, við landamærin að Líbanon, skoða skemmdir á íbúðarhúsnæði af völdum eldflauga Hizbollah
Íbúar í bænum Fasuta, við landamærin að Líbanon, skoða skemmdir á íbúðarhúsnæði af völdum eldflauga Hizbollah MYND/AP
Fleiri Ísraelar hafa nú flúið þorp og bæi í Norður-Ísrael, en Hizbollah-skæruliðar hafa látið flugskeytum rigna yfir svæðið síðustu daga. Ísraelsk stjórnvöld hafa aðstoðað fólk við að flytja sig um set og hafa boðist til að veita því fjárhagsaðstoð vegna flutninganna. Stjórnvöld hafa tryggt um tuttugu þúsund manns tímabundið húsaskjól. Um það bil þrjú hundruð þúsund íbúar í Norður-Ísrael höfðu þegar yfirgefið heimili sín fyrir brottflutninginn í gær. Það voru að mestu einungis fátækir og sjúkir auk gamalmenna sem sátu eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×