Erlent

Ellefu manns létust í Suður-Líbanon

Í morgun gerði Ísraelsher loftárásir á suður Beirút og réðst á Baalbek í Suður-Líbanon. Ellefu manns létust á árásunum. Ísraelsmenn hafa barist við Hizbollah-skæruliða í allan morgun nálægt þorpinu Houla. Í gær gerðu Hizbollah-liðar gerðu sínar skæðustu árásir til þessa á borgina Haifa í Norður-Ísrael með þeim afleyðingum að þrír óbreyttir borgarar létu lífið og 30 særðust.

Sendiherrar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna munu koma saman í dag og leitast við að ná samkomulagi um ályktunartillögu um frið í Líbanon sem Frakkar og Bandaríkjamenn lögðu fram fyrr í vikunni. Yfirvöld í Líbanon höfnuðu tilllögunni í gær og sögðu hana ekki bera hag líbönsku þjóðarinnar fyrir brjósti. Ráðherrar Arabalanda koma einnig saman í dag í Beirút til að ræða um tillöguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×