Innlent

Eðlilegra að skerðingin sé í þrepum

Formanni vinstri grænna finnst miður að örorkulífeyrir tæplega 2500 öryrkja verði skertur innan þriggja mánaða. Honum finnst eðlilegra að þetta sé gert í þrepum, ef skerðing er á annað borð óumflýjanleg.

Greiðslustofa lífeyrissjóðanna tilkynnti í gær að niðurstöður heildarathugunar á tekjum örorkulífeyrisþega sýndu að í sumum tilfellum séu heildartekjur lífeyrisþega umfram þau viðmiðunarmörk sem kveðið sé á um í samþykktum og reglum lífeyrissjóðanna. Um 1200 öryrkjar muni því að óbreyttu missa allar lífeyrisbætur sínar 1. nóvember og bætur 1100 manns til viðbótar skerðast á sama tíma. Þeir örorkulífeyrisþegar sem þetta á við um fengu senda tilkynningu um breytinguna í gærmorgun.

Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir ekkert samráð hafa verið haft við bandalagið um breytinguna og furðar hann sig á því. Það sama gerir Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri - grænna, en segist þó ekki vilja taka afstöðu með öðrum hvorum aðilanum. Báðir hafi nokkur rök til síns máls, að sínu mati. Steingrímur segir hins vegar slæmt ef svona breytingar bera að fyrirvaralítið og ekki sé búið að eiga sér stað samráð um málið. Það sé þó umdeilanlega mjög miður ef þetta þarf að gerast svona.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×