Erlent

Yfir áttatíu hafa látist í hitabylgju

MYND/AP

Að minnsta kosti áttatíu hafa látist í Kaliforníu í Bandaríkjunum í hitabylgju sem gengur þar yfir. Hitabylgjan hefur staðið í tólf daga. Flestir þeirra sem hafa látist eru eldra fólk sem fundist hefur eitt á heimilum sínum.

Hitinn lækkaði örlítið í gær í Sacramento þegar hann fór niður í þrjátíu og átta gráður í fyrsta skipti í tæpar tvær vikur. Hitinn hélst hins vegar yfir fjörtíu gráðum á flestum stöðum í fylkinu. Hitinn hefur einnig haft mikil áhrif á mjólkurframleiðslu í ríkinu en hún hefur dregist saman um fjórðung. Búist er við því að eitthvað taki að draga úr hitanum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×