Erlent

Fimmtán þúsund manna varalið kallað út

MYND/AP

Ekkert dró úr átökum milli Ísraelshers og Hizbollah skæruliða í suðurhluta Líbanon í nótt. Ísraelsher hefur nú kallað út um fimmtán þúsund hermenn úr varaliði sínu til að taka þátt í átökunum.

Talið er að um sex hundruð Líbanir hafi látist í átökunum sem nú hafa staðið í sautján daga. Heilbrigðisráðherra Líbanons telur að um helmingur þeirra látnu sé grafinn í rústum húsa sem eyðilagst hafa í sprengingum Ísraelsmanna. Erfitt reynist að halda úti hjálparstarfi þar sem Ísraelsher heldur úti hörðum loftárásum sem lítil hlé eru á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×