Sport

LeBron James skrifar undir styttri samning

Dwyane Wade og LeBron James eru stjörnur framtíðarinnar í NBA, en sá síðarnefndi virðist vera kræfari í fjármálunum
Dwyane Wade og LeBron James eru stjörnur framtíðarinnar í NBA, en sá síðarnefndi virðist vera kræfari í fjármálunum NordicPhotos/GettyImages

Stórstjarnan LeBron James undirritar í kvöld nýjan samning við Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, en samningur hans verður þó nokkuð frábrugðinn þeim samningi sem félagar hans Carmelo Anthony og Dwyane Wade úr nýliðaárgangnum 2003 skrifuðu undir á dögunum.

Samningur James mun gilda út tímabilið 2009-10 og þó ekki sé búið að gefa upp hvað samningurinn gefur honum í aðra hönd, verður það nokkuð lægri upphæð en þær 80 milljónir dollara sem venja er að greiða leikmönnum fyrir hámarkssamninga.

Sérfræðingar sem skrifa um NBA í Bandaríkjunum telja að þessi ráðstöfun umboðsmanna James og hans sjálfs, sé í raun útsmogin viðskiptabrella, því ekki er langt í að kjarasamningar í deildinni verði endurskoðaðir. Þegar það gangi í gegn, verði James með styttri samning en aðrar súperstjörnur í deildinni og geti því fengið enn hærri upphæð fyrir nýjan samning. Þar að auki vill hann eflaust vita af því að lið Cleveland verði samkeppnishæft um NBA titilinn á næstu árum, áður en hann ákveður að binda bjarta framtíð sína félaginu til frambúðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×