Erlent

Japanar hugleiða árásir

Japanar íhuga að gera loftárásir á eldflaugapalla Norður-Kóreumanna en þeir hafa miklar áhyggjur af tilraunum þeirra með langdrægar eldflaugar. Í stjórnarskrá Japans er blátt bann lagt við að fara með hernað á hendur öðrum ríkjum en plaggið er túlkað svo að valdbeiting í sjálfsvörn sé heimiluð. Norður-Kóreumenn skutu nokkrum tilraunaeldflaugum á loft í síðustu viku en þær höfnuðu allar í sjónum. Tilraunirnar eru engu að síður litnar mjög alvarlegum augum og því er ekki útilokað að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki að beita þá refsiaðgerðum. Það veltur þó á að Kínverjar beiti ekki neitunarvaldi í ráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×