Fótbolti

Miljarður mun horfa á úrslitaleikinn

Búist er við því að miljarður manna muni fylgjast með úrslitaleiknum á HM sem fram fer í dag klukkan 18.00. Er þetta mesta áhorf sem um getur á einu sjónvarpsefni svo vitað sé. Það eru Frakkar og Ítalir sem mætast eins og flestum er kunnugt.

Leikurinn verður á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Þegar aðeins þessi tvö lið eru eftir þá hafa 196 landslið dottið úr keppninni sem hófst 2003 í desember með undankeppnum. 910 landsleikir eru að baki og hafa verið skoruð liðlega 2600 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×