Sport

Ítalir heppnir að vera komnir í úrslitaleikinn

Marcel Desailly
Marcel Desailly MYND/AFP

Marcel Desailly, fyrrum fyrirliði Frakka og eitt sinn leikmaður AC Milan á Ítalíu segir að Ítalir séu heppnir að vera komnir í úrslitaleikinn og eigi ekki skilið að vera þar.

" Þeir eiga ekki skilið að vera í úrslitaleiknum. Þeir hafa aðeins sýnt okkur 45 mínútur af góðum fótbolta í allri þessari keppni og það var gegn Þjóðverjum. En þeir eru komnir í úrlitaleikinn og það hefur ýmislegt gengið á heima fyrir eins og allir vita. En þeir hafa unnið fyrir hvern annan og sýnd mikinn vilja en þeir hafa ekki verið sannfærandi á þessu móti.

Þetta verður harður og hraður leikur á morgun því get ég lofað. Bæði þessi lið hafa mikla reynslu. Ég hef áhyggjur ef Ítalar skora snemma. Ef þeir gera það verður þetta mjög erfitt fyrir Frakkland og leikurinn gæti orðið mjög leiðinlegur á að horfa.

Svo er Zidane að spila sinn síðasta leik á ferlinum og hann mun leggja sig allan fram ef ekki meira. Félagar hans í liðinu ætla að hjálpa honum að enda sinn glæsilega feril með því að vinna þennan leik og verða heimsmeistarar," sagði Desailly

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×