Sport

Liðandinn hefur fært okkur alla leið

Francesco Totti leikmaður Ítalíu í baráttu í leik Þýskalands og Ítalíu í undanúrslítum HM.
Francesco Totti leikmaður Ítalíu í baráttu í leik Þýskalands og Ítalíu í undanúrslítum HM. MYND/AP

Francesco Totti, leikmaður Ítalíu segir að það sé liðsandinn sem hefur fleytt liðinu í úrslitaleikinn á HM. Hann segir að leikmannahópurinn sé svo vel stemmdur og samrýndur að það eitt sé lykilinn að öllu þessu ævintýri.

"Við áttum í vandræðum til að byrja með, meiðsli og leikbönn. En við höfum alveg síðan við hittumst fyrst fyrir þetta mót verið sem einn maður og staðið vel við bakið á hvor öðrum.

Við erum með gott lið og vel mannað. Þegar þú spilar fyrir þjóð þína sérstaklega á HM ertu, góður leikmaður. Við misstum Nesta og Materazzi kom inn og sýndi að hann er einn af bestu varnarmönnum heims og hefur spilað gríðarlega vel. Hann hefur séð til þess að engin er að segja að liðið sé veikara af því að Nesta er ekki með.

Daniele De Rossi fékk bann og Gennaro Gattuso hefur verið að spila gríðarlega vel eftir það. Þessi 23 manna hópur okkar er mjög samrýndur og við höfum farið alla þessa leið þar sem við vinnum hver fyrir annan.

Ég trúi því að við vinnum á morgun og verður heimsmeistarar," sagði Totti






Fleiri fréttir

Sjá meira


×