Erlent

Gíslinn er enn á lífi

Gilad Shalit.
Gilad Shalit. MYND/AP

Palestínsku skæruliðahreyfingarnar þrjár sem hafa haldið ísraelskum hermanni í gíslingu sinni hafa lagt fram nýjar kröfur. Þeir kröfðust þess í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í morgun að Ísraelar létu lausa eitt þúsund palestínska fanga úr fangelsum sínum og hættu árásum sínum á Gaza-ströndina. Stjórnvöld í Jerúsalem svöruðu að bragði og sögðust alls ekki semja við skæruliðana. Árásir Ísraelshers á Gaza héldu áfram í morgun en að því er BBC hermir hafa þær helst beinst að mannlausum húsum. Nú rétt fyrir fréttir greindi svo palestínskur aðstoðarráðherra frá því að hann hefði spurnir af því að líðan ísraelska gíslsins væri stöðug eftir að hann fékk í sig þrjú skotsár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×