Bauð hæst í mat með Buffett 30. júní 2006 12:18 Warren Buffett ásamt Bill Gates, stofnanda Microsoft. Mynd/AFP Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljóna íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha", sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. Sá sem átti hæsta boði í kvöldverðinn heitir Yongpin Duan og er 45 ára kaupsýslumaður frá Kína sem fluttist með fjölskyldu sína til frá Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir fimm árum. Duan rak raftækjafyrirtæki í Kína en ákvað að flytjast búferlum eftir að hann las eina af bókum Buffetts. Baráttan um kvöldverðinn var sérstaklega hörð á endasprettinum en þremur mínútum fyrir lokun uppboðsins klukkan 10 í gærkvöldi snarhækkaði boðið þegar kaupsýslumaður frá Taívan skellti sér í baráttuna. Fimm manns buðu í kvöldmatinn og rennur fjárhæðin til góðgerðasamtaka á vegum kirkjunnar. Duan fær að bjóða sjö vinum sínum til kvöldverðarins sem verður á steikhúsi í New York í Bandaríkjunum og munu þeir fá tækifæri til að ræða einslega við Buffett um viðskipti og sýn hans á viðskiptalífinu. Það eina sem bannað er að ræða um eru kaup og sala Berkshire Hathaways, fjárfestingafyrirtækis Buffetts, á fyrirtækjum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljóna íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha", sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. Sá sem átti hæsta boði í kvöldverðinn heitir Yongpin Duan og er 45 ára kaupsýslumaður frá Kína sem fluttist með fjölskyldu sína til frá Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir fimm árum. Duan rak raftækjafyrirtæki í Kína en ákvað að flytjast búferlum eftir að hann las eina af bókum Buffetts. Baráttan um kvöldverðinn var sérstaklega hörð á endasprettinum en þremur mínútum fyrir lokun uppboðsins klukkan 10 í gærkvöldi snarhækkaði boðið þegar kaupsýslumaður frá Taívan skellti sér í baráttuna. Fimm manns buðu í kvöldmatinn og rennur fjárhæðin til góðgerðasamtaka á vegum kirkjunnar. Duan fær að bjóða sjö vinum sínum til kvöldverðarins sem verður á steikhúsi í New York í Bandaríkjunum og munu þeir fá tækifæri til að ræða einslega við Buffett um viðskipti og sýn hans á viðskiptalífinu. Það eina sem bannað er að ræða um eru kaup og sala Berkshire Hathaways, fjárfestingafyrirtækis Buffetts, á fyrirtækjum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira