Viðskipti innlent

Eimskip tapaði 1,37 milljörðum

Eitt skipa Eimskips.
Eitt skipa Eimskips.

Eimskip tapaði rúmum 1,37 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 496 milljónum króna.

Heildartekjur félagsins námu 16,1 milljarði króna á tímabilinu en hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1,95 milljörðum króna. Í fyrra námu heildartekjurnar rúmum 1,2 milljörðum króna en þetta jafngildir 59,9 prósenta aukningu á milli ára.

Fjármagnsgjöld námu 2,65 milljörðum króna. Innleystir fjármagnsliðir voru jákvæðir um tæpar 120 milljónir króna en óinnleyst gengistap nam tæpum 2,8 milljörðum króna. Þá voru skattar tímabilsins jákvæðir um 120 milljónir króna, að því er segir í tilkynningunni.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að rekstur Eimskips hafi gengi vel á fyrstu sex mánuðum ársins og verið í takt við væntingar stjórnenda. Þá segir ennfremur að reksturinn hafi einkennst af áframhaldandi vexti í tekjum og betri afkomu. Starfsemi félagsins er háð árstíðarsveiflum og myndast meirihluti af heilsárshagnaði félagsins á síðari hluta rekstrarársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×