Viðskipti innlent

Álverð lækkaði um 23 prósent

Álver Alcan í Straumsvík
Álver Alcan í Straumsvík Mynd/Hari

Verð á flestum málmum hefur lækkað stöðugt síðan það náði hámarki um miðjan maí. Álverð er þar engin undantekning. Tonnið kostaði um 3.185 dali, jafnvirði tæpra 242.000 íslenskra króna, um miðjan mánuðinn en er nú komið í 2.450 dali, eða 186.000 krónur. Lækkunin nemur 23 prósentum.

Greiningardeild Glitnis banka segir að þrátt fyrir lækkunina sé verð á áli fremur hátt miðað við verðþróun undanfarinna ára.

Hátt álverð kemur sér vel fyrir útflutningstekjur Íslendinga og raforkuverð en orkuverð til álvera hér á landi er að hluta tengt heimsmarkaðsverði á áli, að sögn greiningardeildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×