Erlent

Danska ´68 kynslóðin stefnir í velferðarveislu

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn MYND/Vísir

Danska ´68 kynslóðin, oft kölluð hippakynslóðin, sem á sínum tíma hafnaði allri efnishyggju og ríkisforsjá, stefnir nú í einhverja mestu velferðarveislu í sögu Danmerkur, að mati dönsku eftirlaunastofnunarinnar.

Þetta fólk, sem var 18 til 25 ára árið 1968, hefur yfirleitt komið sér vel fyrir efnahagslega og getur hætt ströfum í fullu fjöri um sextugt, því það er undanþegið fyrirhugaðri hækkun á ellilífeyrismörkum.

Þá eru gömlu hipparnir staðráðnir í að lifa hátt til dauðadags, því samkvæmt könnun hafa þrír af hverjum fjórum engan áhuga á að arfleiða afkvæmi sín af einhverjum verðmætum, heldur ætla þeir að eyða hverjum eyri í vellysitngar fyrir andlátið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×