Erlent

Krefjast þess að forsætisráðherrann segi af sér

Æðstu menn stjórnarflokksins í Austur-Tímor hittust í morgun til að ræða framtíð forsætisráðherrans en talið er að reynt verði að koma honum frá. Þúsundir mótmælenda komu saman við þinghúsið í gær og kröfðust þess að Alkatiri segði af sér og að þingið yrði leyst upp en átök hafa verið mikil í landinu vegna málsins. Gusmao forseti landsins, sem nýtur mikilla vinsælda, hótaði í vikunni að segja af sér ef Alkatiri forsætisráðherra gerði það ekki. Þegar Alkatiri neitaði að segja af sér dró Gusmao hótun sína hins vegar til baka. Búist er við að það komi í ljós seinna í dag hvað gert verður í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×