Sport

Áhorf jókst verulega frá í fyrra

Dwyane Wade átti eflaust stóran þátt í að áhorfið jókst til muna á úrslitakeppnina í NBA, en hann stimplaði sig endanlega inn sem einn allra besti leikmaður deildarinnar með frábærum leik sínum í úrslitunum
Dwyane Wade átti eflaust stóran þátt í að áhorfið jókst til muna á úrslitakeppnina í NBA, en hann stimplaði sig endanlega inn sem einn allra besti leikmaður deildarinnar með frábærum leik sínum í úrslitunum NordicPhotos/GettyImages

ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur gefið það út að áhorf á úrslitaeinvígið í NBA sem lauk á dögunum, hafi verið umtalsvert meira en það var í fyrra. Áhorf á úrslitakeppnina sjálfa jókst um 12% frá árinu í fyrra og 13% meira áhorf var að jafnaði á leikina í úrslitunum. Þrettán milljónir áhorfenda sáu að jafnaði hvern leik í rimmu Miami Heat og Dallas Mavericks.

Þá var í vikunni tilkynnt að treyja verðmætasta leikmanns úrslitanna, hins frábæra Dwyane Wade hjá Miami, væri orðin söluhæsta treyjan í NBA-búðinni í New York og í netsölu um allan heim. Treyja LeBron James var næstvinsælust, þá treyja Kobe Bryant, Allen Iverson og treyja merkt Shaquille O´Neal var sú fimmta söluhæsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×