Erlent

Hryðjuverkamenn í Miami

Mynd/Reuters

Lögreglumenn alríkislögreglunnar FBI réðust í gær inn í vöruhús í fátækum hluta Liberty í Miami. Nágrannar höfðu sagt frá fólkinu, að þau hefðu reynt að fá ungt fólk í lið með sér í múslimska hreyfingu sem virtist vera með herskáu yfirbragði.

Talsmaður alríkislögreglunnar sagði fólkið vera flest af bandarískum uppruna, án allra tengsla við þekkt hryðjuverkasamtök á borð við al Qaeda. Alríkislögreglan segist hafa fyrir því rökstuddan grun að fólkið hafi verið að undirbúa sprengjuárás, meðal annars á Sears-turninn í Chicago og skrifstofu alríkislögreglunnar á Miami, auk fleiri bygginga í Bandaríkjunum. Engin vopn fundust hins vegar inni í vörugeymslunni þar sem fólkið hafðist við.

Frekari upplýsinga um rannsókn málsins er að vænta seinna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×