Innlent

Valgerður sátt við málalok

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Mynd/GVA

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segist sátt við að rannsókn lögreglu á meintri morðhótun í hennar garð sé lokið. Fjórir umhverfisverndunarsinnar báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina sem á stóð: Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi.

Valgerður brást illa við skilaboðum Íslandsvina og leitaði til lögreglunnar vegna málsins. Á heimasíðu sinni skrifaði hún að mótmælendurnir hafi orðið sér til skammar og "farið á svig við íslensk lög." Lögreglan virðist þó ekki á sömu skoðun því málið hefur verið látið niður falla.

Í viðtali við NFS í hádeginu sagðist Valgerður ekki ætla að grípa til frekari aðgerða. Umræðan hafi verið til góðs og að þetta mál minni á að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×