Airbus hækkar verðið 23. júní 2006 10:51 Módel af A380 risaþotu frá Airbus. Flugvélarnar eru þær stærstu í heimi. Mynd/AFP Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, hefur m.a. fundað með æðstu stjórnendum móðurfélagsins og er búist við að hann greini frá breytingum á fyrirtækinu á næstu dögum með það fyrir augum að auka traust almennings á því. Flugfélög sem pantað hafa nýju risaþoturnar frá Airbus eru orðin langþreytt á töfum á framleiðslu flugvélanna og hefur m.a. Singapore Airlines ákveðið að kaupa fremur flugvélar frá Boeing en Airbus. Að sögn þýskra fjölmiðla mun verð á Airbus A380 risaþotunum hafa hækkað um 4 prósent, eða úr 235,4 milljónum evra, jafnvirði 22,3 milljarða íslenskra króna, í 251,6 milljónir evra, sem svarar til 23,6 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir talsmann Airbus hafa staðfest að verð á risaþotunum hafi hækkað. Hann neitaði hins vegar að gefa upp verðið. Búist er við að fyrirtækið þurfi að greiða þeim flugfélögum sem hafa pantað flugvélar hjá Airbus skaðabætur vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu vélanna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, hefur m.a. fundað með æðstu stjórnendum móðurfélagsins og er búist við að hann greini frá breytingum á fyrirtækinu á næstu dögum með það fyrir augum að auka traust almennings á því. Flugfélög sem pantað hafa nýju risaþoturnar frá Airbus eru orðin langþreytt á töfum á framleiðslu flugvélanna og hefur m.a. Singapore Airlines ákveðið að kaupa fremur flugvélar frá Boeing en Airbus. Að sögn þýskra fjölmiðla mun verð á Airbus A380 risaþotunum hafa hækkað um 4 prósent, eða úr 235,4 milljónum evra, jafnvirði 22,3 milljarða íslenskra króna, í 251,6 milljónir evra, sem svarar til 23,6 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir talsmann Airbus hafa staðfest að verð á risaþotunum hafi hækkað. Hann neitaði hins vegar að gefa upp verðið. Búist er við að fyrirtækið þurfi að greiða þeim flugfélögum sem hafa pantað flugvélar hjá Airbus skaðabætur vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu vélanna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira