Erlent

Friðarsamkomulag í Sómalíu

Róstusamt hefur verið að undanförnu í Sómalíu.
Róstusamt hefur verið að undanförnu í Sómalíu. MYND/AP

Íslamskir skæruliðar sem ráðið hafa ríkjum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna daga hafa samið frið við bráðabirgðaríkisstjórn landsins. Á sáttafundi í Kartúm í Súdan í dag lýsti leiðtogi skæruliðanna því yfir að þeir myndu viðurkenna stjórnina og halda áfram viðræðum við oddvita hennar um stjórn landsins. Sómalía hefur verið nær stjórnlaus undanfarin fimmtán ár. Síðustu mánuði hefur spenna farið þar mjög vaxandi og um helgina leit út fyrir að nágrannar þeirra í Eþíópíu myndu ráðast inn í landið til að afstýra því að stjórnin hrökklaðist frá völdum. Því hefur nú verið afstýrt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×