Erlent

Vongóður um að Íranar falli frá kjarnorkuáætlun

Kofi Annan framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna segist vongóður um að Íranar taki tilboði Vesturlanda gegn því að þeir falli frá kjarnorkuáætlun sinni. Annan átti í dag fund með Mottaki utanríkisráðherra Íran í Genf í Sviss.

Íranar halda því staðfastlega fram að ásetningur kjarnorkuáætlunar þeirra sé friðsamlegur en á fundinum í morgun lagði Kofi Annan þunga áherslu á að til þess að sannfæra Vesturlöndin um það yrðu Íranar að vinna í fullri samvinnu við Alþjóða Kjarnorkumálastofnunina.

Kofi Annan vonast til þess að stjórnvöld í Teheran gefi skýrt svar eftir G8 fundinn sem hefst 15. júlí í Pétursborg. Í gær lét þó Ahmadinejad Forseti Írans þau orð falla að Íranar myndu ekki gefa svar fyrr en um miðjan ágúst eða tveimur mánuðum eftir að Vesturlönd báru upp tilboð sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×