Sport

Ver val sitt á enska hópnum

Sven-Göran Eriksson
Sven-Göran Eriksson NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson segist ekki sjá eftir neinu þegar kemur að vali sínu á enska landsliðshópnum, en hann hefur sem kunnugt er úr litlu að moða þegar kemur að framherjum eftir að Michael Owen meiddist í leiknum gegn Svíum á dögunum.

"Ég hef engar áhyggjur af landsliðshópnum mínum og veit að við munum spjara okkur. Ég er viss um að við völdum besta mögulega liðið til að fara í keppnina og ég hef engar áhyggjur," sagði Eriksson, en þessi orð hans geta vart talist hrós í garð enskra framherja sem sitja nú heima á Englandi og horfa á keppnina í sjónvarpinu.

Eriksson tók þá Wayne Rooney og Michael Owen með á HM þó þeir væru bæði meiddir og fjarri því að vera í leikformi - og tók svo unglinginn Theo Walcott frá Arsenal með eins og til skrauts, því ekki þorir hann að leyfa honum að spila. Peter Crouch hefur því í raun verið eini fullbrúklegi framherjinn í hópi Eriksson, þó Rooney sé óðum að koma til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×