Innlent

Útilokar ekki að leita til ríkissaksóknara

MYND/Valgarður

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra útilokar ekki að hún leiti til ríkissaksóknara vegna málalykta í kæru hennar á hendur fjórum umhverfisverndunarsinnum sem hún taldi hafa hótað sér ofbeldi. Mótmælendurnir báru spjald sem á stóð: „Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi" í göngu Íslandsvina á dögunum.

Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, staðfesti í gær að málið hefði verið rannsakað og svo ákveðið að láta það niður falla. Í samtali við NFS í gærkvöld sagðist Valgerður ekki ætla að tjá sig fyrr en hún hefði ráðfært sig við lögfræðinga. Hún vitnaði þó í aðra málsgrein 77. greinar laga um meðferð opinberra mála þar sem kemur fram að ríkissaksóknari geti mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir, telji hann þess þörf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×